top of page

Aukahlutir

Taubleium fylgja nokkrir aukahlutir sem gott er að eiga, en eins og með margt annað þá er þetta oft persónubundið hvað hentar hverjum og einum.

Pulpoki –stór/lítill 

Gott er að eiga amk einn stóran PUL poka til að geyma óhreinar bleiur í heimavið. Stór poki tekur amk 10 bleiur og helst fleiri. Þá er engin lykt af pokanum, en aftur á móti verður lyktin ansi mikil þegar pokinn er opnaður. Þessir pokar eru þannig að hægt er að sturta úr þeim beint í þvottavélina án þess að þurfa að snerta óhreinu bleiurnar.

Einnig er mjög gott að eiga lítinn pulpoka til að hafa í skiptitöskunni og fyrir annað snatt, hægt er að fá svokallaðan Wet/dry poka en hann er þá með tvö hólf sem lokuð eru með rennilás, þá er hægt að hafa hreinar bleiur í öðru hólfinu en óhreinar í hinu. Pulpokar henta líka vel fyrir íþróttaföt eða sundföt. 

 

Booster/doubler 

Er þunnt viðbótar innlegg sem notað er þegar þörf er á auka rakadrægni. Úr microfiber, hamp, bambus eða bómull.

 

Hríspappír/bambuspappír

Er þunnur náttúrulegur pappír sem hægt er að setja innan í bleiuna upp við húð barnsins til að taka við hægðunum og einfalda þannig kúkableiurnar. Hríspappírnum er svo hent beint í klósettið ef það er kúkað (nema ef um gamlar eða lélegar lagnir er að ræða). Ef aðeins hefur verið pissað í hríspappírinn er hægt að setja hann í þvottavélina með bleiunum og nýta 3-5 sinnum. Best er að setja hann í þvottanet í þvottavélina.  Bambuspappír er ekki hægt að þvo og endurnýta heldur þarf að henda honum eftir hverja notkun.

 

Bossaklútar 

Gott er að vera með margnota klúta til að þrífa bossann í stað þess að nota fjölnota. Þá er hægt að setja þá bara beint með bleiunum í stað þess að þurfa að setja eitt í ruslið og eitt í þvott. Einnig innihalda einnota bossaklútar oft efni sem veldur roða hjá viðkvæmum bossum.

 

Bossakrem

Ekki má nota hvaða krem sem er með taubleiunum. Krem með miklu feiti eða zinki getur gert taubleiur úr gerviefnum vatnsheld (þá oftast staydry efnið og innlegg úr gerviefnum). Til eru taubleiuvæn bossakrem eins og t.d Cj´s, og Grandmas El. Ef þessi krem eru ekki til þá er hægt að bjarga sér með því að setja annað krem og setja þá hríspappír á milli og henda honum svo eða vera með flísrenning upp við bossann sem hægt er að strípa fituna úr á eftir.

 

Kartöflumjöl

Er hægt að nota í staðinn fyrir bossakrem. Það er ódýrt, umhverfis- og taubleiuvænt. Það drekkur í sig raka og hindrar svepp í að gera sig heimakominn. Gott er að setja það í umbúðir utanaf öðru púðri eða kryddi (vel þvegið að sjálfsögðu) eða setja góða skeið af því í klút, binda fyrir og „dumpa“ yfir bleiusvæðið.

 

Babylegs 

Notað með taubleiunum í staðinn fyrir gammósíur t.d til að auðvelda bleiuskipti. Einnig gott að nota þær þegar verið er að viðra bossann, þá verða fæturnir ekki kaldir. Flestir eru ekki með áföstum sokkum en það er samt sem áður hægt að fá svoleiðis. Margir nota þetta líka með burðarpokum svo ekki verði bert á milli sokka og buxna.

 

Festingar 

NappiNippas/Snappy/Boing eru allt bleiufestingar sem koma í staðinn fyrir næluna sem notuð var í gamla daga. Þær eru notaðar til að festa fitted bleiur sem eru ekki með festingar, prefolds og gasbleiur.

 

Ilmkjarnaolíur

Eru mjög góðar í taubleiuþvotta, en Tea-tree er hvað vinsælust þar sem hún er talin hafa sótthreinsandi eiginleika sem og lavenderolían. Olíurnar fást í apótekum, heilsubúðum og víðar. Nóg er að setja 2-3 dropa í mýkingarefnishólfið.

 

bottom of page