top of page

Önnur meðhöndlun

Strípun

  • Ef bleiur fara að leka vegna þess að innra birðið er orðið vatnshelt, bleiur sem keyptar eru notaðar eða til að hressa uppá bleiur er gott að strípa þær.

 

Aðferð

  • Strípun með uppþvottalegi: – gert þegar innrabirði bleiunnar er orðið vatnshelt af einhverjum orsökum.  Hægt er að sjá hvort fita hefur komið í bleiuna með því að láta ískalt vatn renna á innra birðið, en þá sjást flekkir sem ekki blotna. Ef um stílafitu er að ræða, verður bletturinn líka harður. Þá seturðu uppþvottalög (því hann leysir vel upp fitu) í bleiurnar og nuddar honum vel inní efnið og nuddar efninu vel saman til að ná burt fitu eða öðru sem hefur sest í bleiurnar og gert þær vatnsheldar. Skolar þær síðan vel þannig að öll sápan fari úr og þvær þær síðan í þvottavél.

  • Á erlendum síðum er mælt með bláum Dawn, en hann er líka bakteríudrepandi.

 

  • Upplagt að setja öll innlegg á suðu á meðan verið er að strípa bleiurnar. 
     

 

Blettaeyðir

  • Sólin er í raun besti blettaeyðirinn. Leggja blautar/þurrar bleiur út í sólina og sólir sér um að eyða blettunum. Einnig er hægt að setja bleiur bara í gluggakistuna og láta dagsbirtuna vinna á þeim (eins og yfir vetrartímann) en það getur tekið lengri tíma fyrir blettina að fara. Einnig hægt að nota á almennan fatnað (barnaföt) til að ná appelsínugulu matarblettunum úr fötunum.

 

  • Sítrónusafi. C-vítamínið í sítrónusafanum hefur hvíttandi áhrif og það getur verið gott að nota hann með sólinni, ss sprauta safanum á blettina og setja svo út í sólina, en oft dugar bara að nota sólina.

 

  • Gallsápa virkar vel til að ná blettum úr efnum, sérstaklega náttúrulegum blettum eins og matarleyfum og kúkablettum. Best er að nota sápuna á efnið áður en það er þvegið. Sumir setja bleiur eina umferð á skol í vélinni fyrst og nudda síðan gallsápunni í blettina en öðrum finnst sápan vinna best sé hún notuð strax á blettinn. Þá er allur kúkur skolaður úr bleiunni (yfirleitt fer flest allt í hríspappírinn sem er sturtað niður og svo bara litur í bleiuna). Síðan er sápunni nuddað í blettinn og burstuð úr með naglabursta ef þörf er á. Gallsápu er hægt að fá í heilsubúðum eða í Þumalínu frá Litla ljósinu.

 

 

 

Að lanólínera ullarbuxur

  • Ódýrasta aðferðin er að nota hreint lanólín eins og er í brjóstakreminu í fjólubláu túpunni.

 

  • Þú þarft- bala (ef þú vilt ekki fá fiturönd í vaskinn),- litla krukku,- brjóstakremið,- ullar- eða barnasjampó,- sjóðandi vatn, og- ofnahanska.

  • Blandaðu 30-35°C stiga heitu vatni, bleyttu buxurnar og þvoðu þær með pínulitlu, mildu ullar- eða barnasjampói. Skolaðu þær við sama hitastig.

 

  • Ullarbuxur þola ekki kulda- eða hitasjokk! Þá þæfast þær auðveldlega.

 

  • Næst seturðu í litla krukku 1 cm af brjóstakreminu fyrir hverjar buxur, sem þú vilt lanólísera og fyrir hvern sentímeter er settur einn dropi sjampó. Fyrir fjórar buxur þarftu þá 4 cm fitu og 4 dropar sjampó. Ef þú lanólíserar ónotaðar buxur í fyrsta skiptið, er þér óhætt að nota 1,5 cm af lanólíninu.

 

  • Helltu næst sjóðandi vatni í krukkuna þína, farðu í hanskana til að brenna þig ekki, lokaðu krukkunni vel og hristu hana almennilega og lengi, þangað til að brjóstakremið hefur leyst sig upp og mjólkurkennd blanda er orðin til.

 

  • Láttu handvolgt vatn í balann og dreifðu fitublöndunni út í það. Athugaðu, að hitastigið sé ekki of hátt fyrir buxurnar, áður en þú lætur þær ofan í vatnið. Blautu buxurnar eru settar í og aðeins ýtt á þær og hreyft í vatni, líka snúið við, svo að fitan geti farið auðveldlega inn í alla þræði. Látið buxurnar liggja í friði í 10- 15 mínútur.

 

  • Taktu buxurnar upp úr og pressaðu mestu vætuna úr þeim. Og leggðu þær til þerris.

 

  • Athugið að þetta er líka hægt að gera við lopavettlinga og lopasokka til að vatnsverja þá – gott að gera fyrir veturinn.

(Upplýsingar fengnar frá Litla ljósinu)

 

bottom of page