top of page

Hve margar bleiur ?

Það er með bleiurnar eins og barnaföt að það er hægt að komast af með lítið ef þú ert tilbúin að þvo oft. Töfratalan fyrir stálpuð börn (ca 6mán og eldri) er 18-20 stk, þá ertu vel sett og ættir alltaf að hafa nóg, jafnvel þó þú þvoir ekki á hverjum einasta degi. Talað er um að kornabörn séu að nota 10-12 bleiur á dag því þau kúka oftar á dag og því þarf oft að skipta eftir hvert “prump”.

 

Það eru skiptar skoðanir á því hvort það sé skynsamlegra að kaupa allt sem þú þarft strax eða kaupa fyrst örfáar bleiur af ýmsum gerðum.

Oft er mælt með því að nota gasbleiur og cover fyrstu vikurnar og fara síðan útí vasableiur, AIO eða AI2. Þá birgirðu þig vel upp af gasbleium og ert með 3-4 cover. Þegar barnið stækkar og er um 2-3 mánaða gamalt gæti verið rétti tíminn til að prófa eitthvað annað. Það er gaman að kaupa eina og eina til að prófa. Þegar þú finnur tegund sem þér líkar gætirðu keypt þér fleiri þannig.

Sumir leyfa sér að kaupa meira en þörf er á en þá er það oft í þeim tilgangi að selja þær síðan aftur að loknu taubleiutímabilinu.

 

Margir foreldrar taubleiubarna eru ekki stöðugt með barnið sitt á taui. Nota kannski einnota bréf bleiur á nóttunni,  þegar barnið er annars staðar en heima eða þegar barnið er veikt. Sumir dagforeldrar og leikskólar eru ekki hrifnir af taubleium og vilja að barnið noti einnota bleiur a.m.k. á vissum tímum. Þetta er þó að breytast og með upplýstari umræðu fjölgar foreldrum, dagforeldrum og leikskólum sem eru opnir fyrir tauinu.

 

bottom of page