top of page

Íslenskir söluaðilar

Verslanir

Fyrr ekki svo löngu voru taubleiur aðallega seldar í vefverslunum, á mörkuðum eða opnu húsi hjá vefverslunum en núna er hægt að skoða og kaupa í fjórum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hafa sumar mömmur verið að sauma sjálfar og selja og verið með opið hús til að kynna sínar vörur en þá er það auglýst sérstaklega.

 

Hafa skal í huga að markaðurinn fyrir taubleiur á landinu er ekki stór og verslanir með þessa vöru þrífast eingöngu ef haldið er áfram að skipta við þær.

 

Álagning er almennt mjög lítil og þau sem halda þessum verslunum úti gera það fyrst og fremst af hugsjón. Það er því okkar, foreldra taubleiubarna, að styðja þessa starfsemi svo við fáum áfram að njóta hennar. 

 

 

Fiðrildið/Beroma – hægt að fá bleiur sem eru heimasaumaðar af íslenskum mömmum

Móðir kona meyja – Er staðsett í Smáralindinni og þar er hægt að fá fræðslu og skoða nokkrar tegundir af taubleium. 

Snilldarbörn – Vefverslun og verslun í Faxafeni sem er með taubleiur og taubleiutengdar vörur.

Þumalína – verslun í Hátúni sem er með nokkrar tegundir af  taubleium og taubleiutengdar vörur og aukahluti. Bæði vörur sem eru heimasaumaðar af íslenskum mömmum og innfluttar vörur. Einnig er hægt að kaupa þarna allt sem þarf til að sauma sínar eigin taubleiur. 

 

 

 

 

 

 

Íslenskar vefverslanir

Íslenskar vefverslanir eru annað hvort með sér heimasíðu og/eða facebook sölusíðu.

 

Einnig hafa verið markaðir í Fiðrildinu með notaðar taubleiur í umsjón Berglindar S.Heiðarsdóttur.

Næsti markaður með notaðar taubleiur verður 2. nóvember i Fiðrildinu og einnig Stór barnavörumarkaður í Salaskóla í Kópavogi.

 

bottom of page