top of page

Er þetta ekki mikil vinna og sóðalegt?

Aðalvinnan við taubleiurnar er að skipta á barninu, nokkuð sem að foreldrar komast ekki hjá hvort sem er. Aukavinnan felst aðallega í þvottum og þurrkun. Reikna má með 3-7 vélum á viku. Á móti kemur að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki nóg af bleium, þarft ekki að dröslast með bleiupakkana heim úr búðinni og ert ekki að fylla stöðugt hjá þér ruslatunnuna og fara út með ruslið.

 

Margir kjósa frekar að nota taubleiur en bréfbleiur til að losna við kúkasprengjur sem ná langt upp á bak því taubleiur virðast ná að halda þeim mun betur inni en bréfbleiur. Þá sleppa foreldar við að klæða barnið úr kúkafötunum og sparar þannig líka þvott.

 

Kúkableiur eru aldrei snyrtilegar, alveg sama hvort kúkað er í einnotableiu eða tau. Með réttu græjunum þarftu ekki að skola neitt í höndunum eða leggja í bleyti.  Bleium barna, sem ekki eru farin að fá fasta fæðu, má skutla með öllu gumsinu í vélina. Þegar barnið stækkar nota flestir taubleiuforeldrar hríspappír eða bambuspappír inní bleiurnar. Ef það kemur kúkur í bleiuna hvolfirðu henni yfir klósettið og sturtar niður kúknum og pappírnum.  Margir eru með sturtuhaus sem nær yfir klósettið og þá er hægt að skola úr bleiunni yfir klósettinu ef þörf er á. Þess má geta að það er æskilegt að sturtu kúk úr bleiu í klósettið sama hvort um er að ræða bréfbleiu eða taubleiu..

 

 

bottom of page