top of page

Tilurð þessarar síðu

Ég heiti Ingibjörg og er hjúkrunarfræðingur að mennt og tveggja barna móðir. Þegar ég eignaðist fyrra barnið mitt þá velti ég fyrir mér taubleium en fannst þetta eitthvað of flókið og lagði ekki í þær. Þegar ég eignaðist svo seinna barnið mitt tæpum tveimur árum seinna þá blöskraði mér svo allt ruslið sem kom frá bleiunum að ég hafði ekki samvisku í að henda meiru bleiurusli þannig að ég kynnti mér taubleiur, og ákvað að demba mér alveg í þetta. Ég ásamt nokkrum öðrum mömmum í mömmuhóp stofnuðum grúppuna Taubleiutjatt á facebook þar sem við gátum skipst á ráðum og fróðleik og ýmsu öðru taubleiutengdu. Við stofnuðum líka grúppuna Taubleiutorg þar sem við gátum skipst á eða selt notaðar taubleiur sem voru ekki að hentar okkar krílum.

 

Þarna skapaðist góður vettvangur fyrir ýmsar vangaveltur og fróðleik. Hópurinn stækkaði síðan hraðar en við áttum von á. Markmið okkar með hópnum var að skapa jákvæðan vettvang fyrir upplýsingar og fróðleik um taubleiur og leggjum við mikið upp úr jákvæðum samskiptum þarna.

Allir sem höfðu áhuga á taubleium voru velkomnir í hópinn og ári seinna vorum við orðnar yfir 1000! Greinilegt að áhuginn fyrir taubleium fór stækkandi.

 

Við höfum verið dugleg að safna saman fróðleik í grúppunni okkar en mig hefur lengi langað til að koma þeim fróðleik áfram til þeirra sem hafa áhuga á taubleium en hafa kannski ekki áhuga á að vera í grúppunni. Einnig finnst mér mikilvægt að koma upplýsingum áleiðis til daggæsluaðila, hérna geta þeir kynnt sér og leitað upplýsinga um taubleiur sé áhugi fyrir hendi.

 

Efnið á þessari síðu er því fengið úr ýmsum áttum, upplýsingar sem settar hafa verið inn á tjattgrúppuna af fróðum taubleiumömmum, reynsla okkar sem við höfum miðlað áfram í grúppunni og svo bjó Berglind S. Heiðarsdóttir taumamma til byrjendaskjal og setti á Taubleiutjattið sem margir hafa notfært sér til að átta sig á taubleiunum. Ég fékk ég leyfi hjá henni til að nota þann texta hérna á þessari síðu og vil ég þakka henni kærlega fyrir það sem og allan stuðning við þessa síðugerð.

 

bottom of page