top of page

Náttúruleg efni

Hampur, bambus, bómull.

Þessi efni drekka vel í sig vökvann og halda honum vel. Það getur þurft að vinna upp rakadrægnina í þessum efnum með þvotti, en það getur þurft allt upp í 10 þvotta að ná hámarks rakadrægni. Sumir kjósa að þvo þessi nokkrum sinnum fyrir notkun en aðrir kjósa að vinna upp rakadrægnina smám saman.

 

Einnig gefa sumir framleiðendur upp að þessi efni þurfi að þvo 3x til að ná úr þeim náttúrulegum olíum sem geta smitast út í gerviefnin og gert þau vatnsheld.

 

Þetta eru allt efni sem mega liggja upp við húð barnsins og margir hafa góða reynslu af græðandi áhrifum af bambus og hamp efninu.

 

Náttúrulegu efnin geta orðið hörð eftir þvotta en mýkast ef þau eru sett í þurrkara eða bara með því að nudda efnunum saman.

Gerviefni

Microfiber 

Þetta efni er svipað efni og notað er í afþurrkunarklúta (örtrefjaklútar) Þetta efni dregur hratt í sig vökva og þessvegna má það ekki liggja upp við húð barnsins, getur þurrkað hana og valdið roða. En þetta efni heldur vökvanum ekki jafn vel í sér og náttúrulegu efnin. Samt sem áður er þetta mjög gott rakadrægt efni og það algengasta á markaðnum. Microfiberinn er saumaður saman í nokkur lög.

 

Minky 

gerviefni sem er mjög mjúkt viðkomu og pínu loðið og það má vera upp við húð barnsins. Það er frekar viðkvæmt fyrir því að verða vatnshelt og getur þurft nokkra þvotta til að ná upp góðri rakadrægni.

 

Zorb 

Þetta efni er tiltölulega nýtt efni í taubleiuheiminum. Það er blanda náttúruefna og gerviefna, það dregur hratt í sig og heldur margfaldri þyngd sinni af vökva. Þetta efni er oftast notað á milli annarra efna eins og t.d bambusefna.

 

bottom of page