top of page

Þvottur /meðhöndlun

Þvottur /vinding

  • Mælt er með því að þvo efni úr náttúrulegum efnum 3x sér áður en þau eru þvegin með taubleium úr gerviefnum því það er talað um að náttúrulegu efnin geti smitað frá sér olíum sem gera gerviefni vatnsheld.

 

  • Það er allt í lagi að setja allt bleiudótið saman í vél (bleiur, innlegg, PUL poka, bossaklúta, hríspappír o.fl.)

 

  • Yfirleitt er mælt með að stilla fyrst á skolprógam í þvottavélinni eða forþvott og þá með köldu vatni til að skola sem mest af óhreinindunum burt. Mikilvægt er að setja þvottaefnið í þá lotu í þvottarútínunni sem er með heitu vatni til að leysa upp og virkja þvottaefnið. Seinna skolið er svo hugsað til þess að skola úr þvottaefnisleyfar.

 

  • Athuga þarf að ef mikið er sett í þvottavélina í einu þvær hún og skolar verr en annars. Þetta er eitthvað sem þarf að finna út með hverja þvottavél. Algengt er að ekki séu settar fleiri en 10-12 bleiur saman í vel og þá með innleggjum.

 

  • Það er mjög misjafnt með hvaða hita framleiðendur taubleia mæla en oft virðist þetta frekar snúast um að firra sig ábyrgð ef bleiurnar skemmast í þvotti á háum hita en á hvaða hita þarf að þvo þær. Oftast eru taubleiur þvegnar á 60° en sumir foreldrar þvo þær alltaf á hærri hita en það. 

 

  • Mjólkurhægir mega fara bara beint í vélina en þær geta skilið eftir sig gulan lit sem sólast mjög auðveldlega úr. Gott er að skola hægðir úr bleiunni áður en hún er sett í þvottavélina nema um mjög lítið magn sé að ræða. Þeir sem nota hríspappír geta auðveldlega tekið hægðir úr bleiunni með því að sturta þeim beint í klósettið. Sumir eru með sturtu/bað nálægt klósettinu og get því notað sturtuhausinn til að skola úr bleiunum yfir klósettinu.

 

  • Þvottarútínan gæti því litið svona út: skol með köldu (forþvottur) – langur þvottur á 60° - auka skol á eftir.

 

  • Ef vélin býður uppá þann möguleika að taka inn á sig auka vatn þá getur verið gott að nýta sér það annað slagið. Einnig er hægt að hella meira vatni í gegnum þvottaefnishólfið þegar vélin er farin af stað.

 

  • Sumum finnst gott er að setja 2-3 dropa af ilmkjarnaolíum í þvottaefnishólfið eða beint í þvottinn (má ekki nota óblandaða á húð barnsins). Oftast er notuð Tea Tree eða lavender ilmkjarnaolía, en fleiri tegundir koma til greina.

 

  • Hámarks vinding á bleium er yfirleitt um 1000snúningar, talað er um að það geti farið illa með pulið að vinda það á meiri snúningum en minna er jafnvel betra.

Þurrkun

  • Ekki er nauðsynlegt að eiga þurrkara þegar notast er við taubleiur því almennt er mælt með að þurrka vasableiur og cover á snúru, en innlegg eiga að þola það vel að fara í þurrkara en þó ekki nauðsynlegt.

 

  • Þó getur verið gott að setja bleiur úr PULefni einstöku sinnum í þurrkara til að þétta það, þ.e. að loka örlitlum sprungum og götum sem geta komið t.d. við sauma á bleiunni. Einnig verða náttúruleg efni mýkri ef þau eru sett í þurrkara. Sumir framleiðendur mæla með því að nota þurrkara í fyrsta skiptið sem taubleian er þvegin til að loka betur saumagötum.

 

  • Mörgum reynist best að þurrka AIO bleiur á ofni, ekki síst ef innleggið er mikið saumað niður.

 

 

Þvottaefni

  • Ekki er mælt með því að nota þvottaefni sem innihalda ljósvirk bleikiefni eða ensím því ef það eru leifar eftir af þvottaefninu í bleiunum þá getur bleikiefnin/ensímið ert húðina og valdið rauðum bossa, eins hafa þessi bleikiefni/ensím tærandi áhrif á efnin. Þetta á einnig við um flest blettasprey.

 

  • Mýkingarefni eru á bannlista því þau gera “stay dry” efnin vatnsheld. Eina undantekningin er Ecover – en best er að sleppa þeim alveg.

 

  • Athugið ekki má nota of mikið þvottaefni í bleiuþvotta en ein teskeið er yfirleitt nóg.

 

  • C11 er t.d gott taubleiuþvottaefni, enn betra er að nota þvottaefni sem eru sérstaklega hönnuð fyrir taubleiur en þau eru  s.s. EchoSprout, Crunchy Clean, Rockin‘ Green, Potion eða sápuhnetur. Hér má lesa meira um sápuhnetur.

 

bottom of page