top of page

Það sem taubleiuforeldrar telja vera kostir og gallar

Ég spurði nokkra taubleiurforeldra hvað þeim þætti vera kostir og gallar við taubleiur og varð þetta niðurstaðan. Að sjálfsögðu er þetta mjög einstaklingsbundið og það sem sumir töldu vera galli sáu aðrir sem kost.

Kostir

  • Sparnaður

  • Betri fyrir húð barnsins

  • Flottar/fallegar

  • Skemmtilegt áhugamál

  • Foreldrar og barn verða meðvitaðra um þvag og hægðalosun sem stuðlar oft á tíðum að því að taubleiubörn hætta fyrr með bleiu

  • Umhverfisvænt, gerir mann meðvitaðari um umhverfisvernd að öðru leiti

  • Lærir betur á þvottavélina

  • Skemmtilegur þvottur

  • Minni þvottur á fatnaði (því maður losnar við kúkasprengjur langt upp á bak)

  • Uppgötvaði að nota EC með tauinu (EC= Elimination communication) 

  • Minni lykt bæði af barni og ruslinu

  • Mun sjaldnar út með ruslið

  • Þarf sjaldnar að nota krem

  • Þarf ekki að kaupa bleiur í búðinni

  • Lendir ekki í því að bleiur eða klútar klárist óvart og þú þurfir að hlaupa út í búð

  • Færri pokar að bera úr búðinni

Gallar:

  • Aðlögunar tími/þarf að setja sig inn í þetta (sem er samt gaman)

  • Auka þvottavél annan hvern dag

  • Meira skol í þvottavélinni

  • Tekur tíma að finna þá þvottarútínu sem hentar taubleiunum og þvottavélinni

  • Fólk oft neikvætt s.s. ættingjar/daggæsluaðilar

  • Tekur meira pláss í skiptitöskunni

  • Af og til vandamál s.s. leki/lykt

 

bottom of page