top of page

Taubleiur - uppbygging

Taubleiur byggjast upp á tveimur megin þáttum, þ.e ytra efni sem er vatnshelt og innra efni sem er rakadrægt efni til að draga í sig vökva, þessum þáttum verða gerð skil hérna:

 

Ytra efni:

  • Vatnshelda efnið sem nánast alltaf er notað í ytra byrði taubleia er kallað PUL og er svipað efnum sem eru notuð í útivistarfatnað. PULið heldur inni vökva en hleypir í gegnum sig lofti eða „andar”. Þannig verður húðin á barninu ekki „soðin” eins og þegar plastið var notað í gamla daga en þetta efni heldur lyktinni líka inni.

  • Einnig notast sumir við ullarbuxur eins og notað hefur verið marga áratugi, en þá er ullin meðhöndluð á ákveðinn hátt þannig að hún verður vatnsheld.

  • Flísefni er líka stundum notað en þá hefur það verið meðhöndlað á þann hátt að það er vatnshelt.

 

Innra efni:

  • Þetta eru efni sem eru notuð til að draga í sig vökvann/þvagið. Þessi efni eru ýmist úr náttúrulegum efnum og þá oft lífrænt meðhöndluðum efnum eða þá úr gerviefnum. Þetta efni er oftast kallað innlegg. Náttúrulegu efnin eru oftast úr hamp, bambus eða bómul, þessum efnum jafnvel blandað saman. Gerviefnin eru aðallega microfiber, minky og zorb.

 

Næst húð barnsins:

  • Næst húð barnsins eru annað hvort náttúruleg efni eða gerviefni. 

  • Náttúrulegu efnin eru þá bómull, hampur eða bambus en þá vinnur það líka sem rakadrægt efni. Náttúrleg efni eru oft talin hafa græðandi áhrif á húð barnsins og koma í veg fyrir roða. Bambus er sérstaklega góður upp við húð. Náttúrulegu efnin verða blaut viðkomu þegar barnið pissar og því verður barnið frekar meðvitað um þvaglosun þegar líður á bleiutímabilið.

  • Gerviefnin sem notuð eru næst húð barnsins þjóða þeim tilgangi að veita barninu "stay dry" eða "þurra" tilfinningu, þannig að þau finna síður fyrir því þegar bleian verður blaut og halda rakanum frá húð barnsins. Svipuð efni eru notuð í íþróttafatnað. Þessi efni eru microflís, suedecloth auk microchamois og athletic wicking jersey.

 

Annað sem kemur við sögu: 

Festingar:

  • Flestum bleium er annað hvort lokað með riflás, svipað og á einnota bleium eða smellum. Sumar bleiur eru án áfastra festinga en þá þarf að nota sérstakar festingar, þetta á aðallega við um fitted bleiur.

 

Stærðir:

  • Bleiurnar koma annað hvort í stærðum: nýbura, small, medium og large en þá þarf oft að eiga fleiri bleiur. Einnig er hægt að fá svokallaðar One Size bleiur en á þeim eru rissmellur þannig að hægt er að stækka þær eftir því sem barnið stækkar. Þessar bleiur byrja oft að passa börnum uppúr 5kg þyngd.

 

Ein taubleiumamma er búin að gera myndband um gerðir af taubleium og ýmislegt fleira, hérna er linkur á það

Festingar

-snappy

-boing

bottom of page