top of page

Betra fyrir barnið

Í bréfbleium eru ýmis kemísk efni sem ekki er gott að hafa upp við viðkvæma húð barnsins. Þessi kemísku efni eru t.d Dioxin sem er eitt af eitruðustu efnum sem til eru í vísindaheiminum, Sodium polyacrylate en það var áður í túrtöppum en var bannað vegna þess það olli toxic shock syndrome. Þessi og fleiri efni sem notuð eru í einnota bleiur geta valdið truflun á hormónastarfsemi, haft áhrif á lifur og nýru og miðtaugakerfið, sum eru jafnvel talin krabbameinsvaldandi. Hægt er að lesa sér frekar til um þetta hérna.

 

Ein enn ástæða fyrir taubleium hjá sumum foreldrum er að taubleiurnar halda betur inni þunnu mjólkurhægðunum (kúkasprengjur upp á bak –sem svo margir foreldrar kannast við). Með því að nota taubleiur þá þarf ekki að skipta um alklæðnað á barninu í hvert skipti sem það kúkar.

 

Svo eru taubleiur líka svo litríkar og fallegar og í mörgum tilfellum þá stuðla þær að því að börnin og foreldrarnir verða meðvitaðri um þvag og hægðalosun sem verður til þess að börnin hætta fyrr með bleiu.

 

Ef þig langar að skoða þetta nánar, þá er hér mjög góð samantekt.

bottom of page